Nylidar HSG

þriðjudagur, janúar 23, 2007

F jallamennska 2 ofl.

Fundur og undirbúningur fyrir Fjallamennsku 2 fór vel fram. Það voru fimm manns mættir auk fundarstjóra. Starfsáætlun vetrarins var útdeilt, en hún er einnig hér á síðunni á hægri spássíu. Ég er búin að tala við Evu formann sjúkrahóps um Fyrstuhjálp 2. Niðurstaðan er sú að Fyrstahjálp 2 verður haldin í haust, en aftur á móti kom til greina að halda aftur Fyrstuhjálp 1 núna í febrúar fyrir þá sem misstu af henni. Ég læt ykkur vita hvernig þetta fer en þið megið endilega láta vita ef þið komist þessa helgi 16-18.feb á Fyrstuhjálp 1.

Fjallamennska 2 verður núna um helgina. Það er mæting kl 18:45 á föstudag og við komum heim á sunnudag. Við förum væntanlega eitthvað inn á Dómadal í nágrenni Landmannalauga. Það verður gönguskíðaþema svo að það þurfa allir að redda sér skíðum sem hægt er að ganga á af einhverju tagi. Hvort sem það eru Fjallaskíði, Telemarkskíði eða gönguskíði (hentugasti búnaðurinn, helst með stálkönntum). Það verður gist í tjöldum svo að þið þurfið að grúppa ykkur saman í tjöld. Talið við mig ef það gengur eitthvað illa að redda dóti. Annars er hérna búnaðarlisti:

Bakpoki sem allt ykkar hafurtask kemst í. Gott ef það eru ólar á hliðunum til að festa skíði.
Svefnpoki
Dýna
Föt, auka föt og sokkar
Húfa/vetlingar(lúffur) + auka sett af þessu
Öndunarstakkur + buxur
Gönguskór
Eldurnargræjur 1stk prímus á tjald
Matur + drykkur
Matar-,drykkjaráhöld
Hitabrúsi
Eldfæri
Nestisbox
Klósettpappír
Höfuðljós
Ruslapoki
Sjúkarabúnaður
Áttaviti
GPS ef eigið
Kort af svæðinu
Skófla
Snjóflóðaílir algert möst, það er bullandi snjóflóðahætta.
Snjóflóðastöng
Hjálmur
Klifurbelti
Karabínur 2stk
2 slingar
1 prússikband
Tryggingartól (átta/ túpa/ tala)
Broddar
Ísöxi
Skíði-stafir-skór

Tjald
1 lína á tjald.

Skráning á námskeiðið fer fram hér á síðunni.
Munið að þið getið hringt í mig hvenær sem er, ég er kannski svoldið úrill um miðja nótt en ef það er eitthvað sem þið getið ekki sofið útaf þá endilega að slá á þráðinn.
24 24 Over and out !!!!

4 Comments:

At 2:16 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég mæti

 
At 10:06 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég mæti... Ef það er pláss hjá einhverjum í tjaldi. Ég get ómögulega reddað mér.

Ég kemst ekki á skyndihjálp 18. - 20. feb.

 
At 1:34 e.h., Blogger Maggý said...

Ég skal tékka á tjaldmálum!!

 
At 6:25 e.h., Blogger Maggý said...

Sveinn, Sigrún, Valdimar, Tinna og Gaddi mættu á fundinn

 

Skrifa ummæli

<< Home