Nylidar HSG

fimmtudagur, desember 07, 2006

Desember :-)

Hæ hæ !
Við skelltum okkur í Tindfjöll um þarsíðustu helgi og æfðum fjallamennsku 1. Það mættu 4 úr Nýliðum 1, 1 úr Nýlíðum 2, 2 hundamenn og einn úr björgunnarsveitinni Kyndli í Mosó. Við héldum námskeiðið í samfloti við Ársælsmenn og gekk það snilldarvel. Það var bóngóblíða og frábærar aðstæður.

Enn nú er kominn desember sem er aðal fjáröflunarmánuðurinn. Við seljum jólatré og flugelda til að fjámagna alla okkar starfsemi og því er mjög mikilvægt að mæta vel í allar fjáraflanir, því það kostar jú slatta af peningum að reka eitt stykki hjálparsveit.
Það er ekki alveg komið á hreint hvenær byrjað verður að selja jólatré en ég læt ykkur vita um leið og ég frétti eitthvað, flugeldarnir byrja svo rétt fyrir jól, þá setjum við upp sölustaðina og svo fer allt á fullt milli jóla og nýárs.
Gangi ykkur nú vel í öllu jóla jóla, hvort sem það eru próf, þrif, gjafakaup.........
Sjáumst,
Maggý

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home