Nylidar HSG

þriðjudagur, mars 27, 2007

Snjóflóðanámskeið á Tröllaskaga 31 mars – 1 apríl

Þetta tveggja daga námskeið er hugsað sem kynning og grunn námskeið í mati á snjóflóðahættu og leit í snjóflóðum. Aðal áhersla verður lögð á verklegar æfingar úti við. Til þess að námskeiðið nýtist sem best er ætlast til þess að þátttakendur hafi lesið yfir og kynnt sér námsefni Björgunarskólans í mati á snjóflóðahættu og leit í snjóflóðum áður en námskeiðið hefst. Farið verður yfir það á morgni fyrsta dags en annars mun öll kennsla fara fram utandyra hvernig svo sem viðrar. Afar mikilvægt er að þátttakendur mæti með allan þann útbúnað sem talinn er uppá meðfylgjandi lista og að hann sé í góðu ásigkomulagi. Markmið námskeiðsins er að í lok þess séu allir þátttakendur meðvitaðir um þá umhverfisþætti sem að hafa áhrif á snjóflóðahættu, geti framkvæmt stöðugleika prófanir á markvissan hátt, séu færir um almennt leiðaval í fjalllendi að vetrarlagi með tilliti til snjóflóðahættu og kunni góð skil á notkun alls sértæks útbúnaðar til snjóflóðaleitar ásamt allri verktækni í skipulagðri snjóflóðaleit.

Dagskrá:

Laugardagur 31 mars:

0700-0800 Ræs og morgunmatur
0800-1100 Fyrirlestur og farið yfir námsefni Björgunarskólans
1100-1200 Hádegismatur
1200-1900 Úti æfingar. Mat á snjóflóðahættu, leiða val, snjó gryfjur og helstu stöðugleika prófanir kenndar.
1900-2000 Kvöldmatur
2000-2100 Stuttur fyrirlestur um snjóflóðaýla og verklegar æfingar


Sunnudagur 1 apríl:
0700-0800
Ræs og morgunmatur
0800-0830 Öllu pakkað saman og gert klárt til heimferðar seinni partinn
0830-1200 Úti æfingar. Snjóflóða leit með aðal áherslu á félagabjörgun með snjóflóðaýli. Í lok þessarar æfingar verða allir prófaðir í ýlaleit.
1200-1230 Hádegismatur
1230-1600 Snjóflóðaæfing þar sem að hópurinn vinnur saman að björgun nokkurra aðila úr snjóflóði með mismunandi aðferðum, t.d ýlaleit, stangaleit og yfirborðsleit
1600 Lagt af stað suður


Útbúnaðarlisti fyrir snjóflóðanámskeið á Tröllaskaga:

Vind og vatnsheldur jakki (Gore Tex)

Vind og vatnsheldar buxur (Gore Tex)

Dagpoki (Nægilega stór fyrir nesti, skóflu, snjóflóðastöng og auka föt)

Skíðasokkar

Nærföt (Mæli með þunnu merino ullinni frá Cintamani)

Skíðabuxur (Soft Shell, flís)

Flís eða ullar peysa

Hanskar (Tvö pör, þykkir, þunnir)

Húfa

Derhúfa – Sólhattur (Já það er alltaf gott veður fyrir norðan......)

Vatnsflaska – Hitabrúsi ( Í það minnsta 1 lítir)

Nesti

Lítil sjúkrataska (Hælsæris plástrar og annað persónulegt sjúkradót)

Sólgleraugu

Skíðagleraugu

Sólaráburður

Skíði (Fjallaskíði eða Telemark)

Skinn

Skíðastafir

Fjallaskíðaskór (Mæli með Scarpa)

Skófla

Snjóflóðastöng

Snjóflóðaýlir

Snjósög

Myndavél

Svefnpoki + Koddi

Snjóflóða kennsluefni Landsbjargar

Stílabók + Blýanta og strokleður

Gott væri ef það væri hægt að finna nokkrar snjósagir fyrir hópinn og 4 talstöðvar + auka rafhlöður. Ef sveitin á stærri stálskóflur fyrir mokstur að þá væri gott að fá 2-3 slíkar.

Það væri frábært ef allir gætu verið á fjallaskíðum/Telemark ef það gengur ekki að þá látið þig mig vita.


mánudagur, mars 26, 2007

Snjóflóðanámskeið

Um helgina 30.mars-1.apríl verður haldið snjóflóðanámskeið eins og fyrirhugað var. Við erum búin að fá Jökul Bergmann færasta snjóflóðaspekúlant landsins til að kenna. Námskeiðið verður haldið í Skíðadal sem er inn af Dalvík. Það verður undirbúningsfundur á miðvikudaginn kl 20.
Þetta er mjög gott og mikilvægt námskeið sem þið ættuð að setja í algjörann forgang að komast á.Þið þurfið að koma með skíði Ég er að fara til Austurríkis á fimtudaginn og kem heim 10.apríl. Jón Heiðar sér um allt á meðan, hann verður með ykkur um helgina.

Góða skemtun á námskeiðinu og gleðilega páska !!

mánudagur, mars 19, 2007

Páska

Páskaferð
Gísli Símonarson - 19.03.2007 12:39
Bílaflokkur og skíðamenn hjálparsveitarinnar hafa áhveðið að skella sér saman í Esjufjöll á Vatnajökli um páskana 4-9 apríl. Lagt verður af stað að kvöldi miðvikudags og keyrt eitthvert austur á bóginn. Fimmtudagur nýttur til að koma sér upp í Esjufjöll frá Skálafellsjökli. Föstudag, laugardag, sunndag. Keyra um jökul, labba á fjöll og skíða eða jafnvel klifra allt eftir veðri og áhuga hvers og eins. Mánudag er svo haldið heim. Semsagt gera það sem okkur fynnst hverju og einu skemmtilegast í góðum félgsskap á fjöllum. Skráning hér á netinu.

Ekki láta þessa ferð framhjá ykkur fara !!!!!

þriðjudagur, mars 06, 2007

Smá mis

Mér urðu á smá mistök, það er ekki fundur í kvöld af því að það er aðalfundur um helgina og því óþarfi að hafa tvo fundi í einni viku. Aðalfundurinn byrjar kl 11 á laugardaginn. Og svo er árshátíðin um kvöldið þið getið sótt boðbréf til mín í vinnuna , Cintamanibúðin laugavegi 11. Skráning á árshátíðina fer fram hér fyrir neðan, það er góð stemning fyrir henni. Endilega allir að mæta.
Öllum félögum er boðið á árshátíðina og borga makar 3000 kr. Árshátíðin fer fram á Gaflinum Dalshrauni 6 Hafnafirði. Að sjálfsögðu verður boðið upp á fráæran mat og heimatilbúin skemmtiatriði. Þeir sem enn eiga eftir að skrá sig endilega drífa í því.
Hætt verður að taka við skráningum fimmtudaginn 8. mars.

fimmtudagur, mars 01, 2007

Helgin, fundur, aðalfundur og árshátíð

Jæja það sem er næst á dagskrá er bílaflokksferð um helgina. Það átti að vera sveitaræfing sem bílaflokkur átti að sjá um en þeir eru búnir að breyta í bílaferð. Ef það eru einhverjir áhugasamir um að koma með þá er það velkomið.
Svo er sveitarfundur á þriðjudaginn, 6.mars. Við ætlum að hittast kl 19:30 og spjalla smá saman fyrir fundinn.
Laugardaginn 10.mars er svo aðalfundur. Á honum er kosin ný stjórn sveitarinnar sem situr í 1 ár. Það er oft mikill hasar og mjög skemtilegt. Þar er einnig farið yfir síðastliðið ár, inntaka nýrra félaga og veitingar í boði þeirra.
Árshátíðin er svo um kvöldið. Að þessu sinni verður öllum félögum og nýliðum boðið ókeypis á árshátíðina. Makar borga 3000. Stjórnin ákvað að vera vegleg í ár vegna þess að það gekk svo vel í flugeldasölunni.
Ég er með boðskortin ykkar niðri í vinnu hjá mér, Cintamanibúðin, Lagavegi 11 og svo kem ég auðvitað með þau á fundinn á þriðjudaginn.
Ferðaþoninu verður frestað fram yfir páska vegna þess að snjóflóðanámskeiðið verður haldið 30.mars-1.apríl og við viljum geta tekið þá þekkingu inn í ferðaþonið.
Þá held ég að þessari upptalningu sé lokið, skemtilegir tímar framundan.
Sjáumst á þriðjudaginn :-)

Skráning á árshátíðina fer fram hér fyrir neðan:

þriðjudagur, febrúar 27, 2007

Af vef HSG

Framundan er aðlafundur og árshátíð. Um þessar mundir er litið um öxl og liðið ár sett á prent og um leið velta menn fyrir sér hvað sé framundan. Stend ég í sömu sporum og margir og er ekki en búin að gera endalega upp huga minn, en lofa ég því að hún liggi fyrir allavega fyrir árhátíðina. Raunvöruleg ástæða þessa bréfs er í raun tvíþætt, ársháttíð og umgengni okkar allar.Vegna þess hversu fjáraflanir þessa árs hafa gengið vel og félagar lagt mikið af mörkum hefur fráfarandi stjórn HSG ákveðið að bjóða öllum félögum HSG árshátíðina, en makar greiða 3000 kr þeir sem ekki eru félagar HSG. Vonandi fjölmenna allir og gerum þetta að frábærri skemmtun.

En nú kem ég að hinu málinu “UMGENGNINI OKKAR” Hún er í raun hræðileg. Nú er að renna þriðji mánuður frá flugeldum og en erum við ekki búin að ganga frá neinu nema flugeldunum sem sendir voru til Keflavíkur. Skilti eru út um allt og bílageymsla eins og svínastía, svo ekki sé mynnst á okkar áætu kennslustofu.Nú bið ég alla félaga sama hvar þeir stand að hjálpa til við að gera húsið okkar snyrtilegt aftur og á báðum hæðum.Málið er að það kemur enginn og tekur til fyrir okkur, við verðum að gera þetta sjálf. Það sem ég legg til er að við reynum að gera þetta allt saman því í raun getum við ekki kennt neinum ákveðnum um. Við skulum byrja strax og taka til í bílageymslunni því þar göngum við öll um. Síðan skulum við taka efri hæðina. Hvað seigir fólk um að við tökum í þetta mánudag, þriðjudag og miðvikudag ef við eigum eitthvað eftir.Eins og með allt þá líður okkur öllum miklu betur í húsinu okkar á aðalfundinum þegar húsið og nánasta umhverfi þess er orðið snyrtilegt. Svona eitt að lokum til að allir fá sér hund fyrir árshátíðina.Mesta ánægja hundsins er að þú gerir þig að fífli með honum og ekki nóg með að hann skammi þig ekki fyrir það, heldur gerir hann sjálfan sig að fífli líka. Samuel Butler yngri

Kveðja, Hörður Már Harðarson FormaðurHjálparsveit skáta Garðabæ (HSG).

fimmtudagur, febrúar 22, 2007

Toppatúr

Á laugardaginn er á dagskránni toppatúr. Nú þarf ég að vita hverjir komast í hann. Skrá sig hér fyrir neðan.