Nylidar HSG

þriðjudagur, febrúar 27, 2007

Af vef HSG

Framundan er aðlafundur og árshátíð. Um þessar mundir er litið um öxl og liðið ár sett á prent og um leið velta menn fyrir sér hvað sé framundan. Stend ég í sömu sporum og margir og er ekki en búin að gera endalega upp huga minn, en lofa ég því að hún liggi fyrir allavega fyrir árhátíðina. Raunvöruleg ástæða þessa bréfs er í raun tvíþætt, ársháttíð og umgengni okkar allar.Vegna þess hversu fjáraflanir þessa árs hafa gengið vel og félagar lagt mikið af mörkum hefur fráfarandi stjórn HSG ákveðið að bjóða öllum félögum HSG árshátíðina, en makar greiða 3000 kr þeir sem ekki eru félagar HSG. Vonandi fjölmenna allir og gerum þetta að frábærri skemmtun.

En nú kem ég að hinu málinu “UMGENGNINI OKKAR” Hún er í raun hræðileg. Nú er að renna þriðji mánuður frá flugeldum og en erum við ekki búin að ganga frá neinu nema flugeldunum sem sendir voru til Keflavíkur. Skilti eru út um allt og bílageymsla eins og svínastía, svo ekki sé mynnst á okkar áætu kennslustofu.Nú bið ég alla félaga sama hvar þeir stand að hjálpa til við að gera húsið okkar snyrtilegt aftur og á báðum hæðum.Málið er að það kemur enginn og tekur til fyrir okkur, við verðum að gera þetta sjálf. Það sem ég legg til er að við reynum að gera þetta allt saman því í raun getum við ekki kennt neinum ákveðnum um. Við skulum byrja strax og taka til í bílageymslunni því þar göngum við öll um. Síðan skulum við taka efri hæðina. Hvað seigir fólk um að við tökum í þetta mánudag, þriðjudag og miðvikudag ef við eigum eitthvað eftir.Eins og með allt þá líður okkur öllum miklu betur í húsinu okkar á aðalfundinum þegar húsið og nánasta umhverfi þess er orðið snyrtilegt. Svona eitt að lokum til að allir fá sér hund fyrir árshátíðina.Mesta ánægja hundsins er að þú gerir þig að fífli með honum og ekki nóg með að hann skammi þig ekki fyrir það, heldur gerir hann sjálfan sig að fífli líka. Samuel Butler yngri

Kveðja, Hörður Már Harðarson FormaðurHjálparsveit skáta Garðabæ (HSG).

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home