Nylidar HSG

þriðjudagur, mars 27, 2007

Snjóflóðanámskeið á Tröllaskaga 31 mars – 1 apríl

Þetta tveggja daga námskeið er hugsað sem kynning og grunn námskeið í mati á snjóflóðahættu og leit í snjóflóðum. Aðal áhersla verður lögð á verklegar æfingar úti við. Til þess að námskeiðið nýtist sem best er ætlast til þess að þátttakendur hafi lesið yfir og kynnt sér námsefni Björgunarskólans í mati á snjóflóðahættu og leit í snjóflóðum áður en námskeiðið hefst. Farið verður yfir það á morgni fyrsta dags en annars mun öll kennsla fara fram utandyra hvernig svo sem viðrar. Afar mikilvægt er að þátttakendur mæti með allan þann útbúnað sem talinn er uppá meðfylgjandi lista og að hann sé í góðu ásigkomulagi. Markmið námskeiðsins er að í lok þess séu allir þátttakendur meðvitaðir um þá umhverfisþætti sem að hafa áhrif á snjóflóðahættu, geti framkvæmt stöðugleika prófanir á markvissan hátt, séu færir um almennt leiðaval í fjalllendi að vetrarlagi með tilliti til snjóflóðahættu og kunni góð skil á notkun alls sértæks útbúnaðar til snjóflóðaleitar ásamt allri verktækni í skipulagðri snjóflóðaleit.

Dagskrá:

Laugardagur 31 mars:

0700-0800 Ræs og morgunmatur
0800-1100 Fyrirlestur og farið yfir námsefni Björgunarskólans
1100-1200 Hádegismatur
1200-1900 Úti æfingar. Mat á snjóflóðahættu, leiða val, snjó gryfjur og helstu stöðugleika prófanir kenndar.
1900-2000 Kvöldmatur
2000-2100 Stuttur fyrirlestur um snjóflóðaýla og verklegar æfingar


Sunnudagur 1 apríl:
0700-0800
Ræs og morgunmatur
0800-0830 Öllu pakkað saman og gert klárt til heimferðar seinni partinn
0830-1200 Úti æfingar. Snjóflóða leit með aðal áherslu á félagabjörgun með snjóflóðaýli. Í lok þessarar æfingar verða allir prófaðir í ýlaleit.
1200-1230 Hádegismatur
1230-1600 Snjóflóðaæfing þar sem að hópurinn vinnur saman að björgun nokkurra aðila úr snjóflóði með mismunandi aðferðum, t.d ýlaleit, stangaleit og yfirborðsleit
1600 Lagt af stað suður


Útbúnaðarlisti fyrir snjóflóðanámskeið á Tröllaskaga:

Vind og vatnsheldur jakki (Gore Tex)

Vind og vatnsheldar buxur (Gore Tex)

Dagpoki (Nægilega stór fyrir nesti, skóflu, snjóflóðastöng og auka föt)

Skíðasokkar

Nærföt (Mæli með þunnu merino ullinni frá Cintamani)

Skíðabuxur (Soft Shell, flís)

Flís eða ullar peysa

Hanskar (Tvö pör, þykkir, þunnir)

Húfa

Derhúfa – Sólhattur (Já það er alltaf gott veður fyrir norðan......)

Vatnsflaska – Hitabrúsi ( Í það minnsta 1 lítir)

Nesti

Lítil sjúkrataska (Hælsæris plástrar og annað persónulegt sjúkradót)

Sólgleraugu

Skíðagleraugu

Sólaráburður

Skíði (Fjallaskíði eða Telemark)

Skinn

Skíðastafir

Fjallaskíðaskór (Mæli með Scarpa)

Skófla

Snjóflóðastöng

Snjóflóðaýlir

Snjósög

Myndavél

Svefnpoki + Koddi

Snjóflóða kennsluefni Landsbjargar

Stílabók + Blýanta og strokleður

Gott væri ef það væri hægt að finna nokkrar snjósagir fyrir hópinn og 4 talstöðvar + auka rafhlöður. Ef sveitin á stærri stálskóflur fyrir mokstur að þá væri gott að fá 2-3 slíkar.

Það væri frábært ef allir gætu verið á fjallaskíðum/Telemark ef það gengur ekki að þá látið þig mig vita.


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home