Nylidar HSG

miðvikudagur, febrúar 14, 2007

Það sem er framundan

112 dagurinn var á sunnudaginn. Þáttaka HSG í honum fór þannig fram að bílarnir keyrðu í einhverri röð með öðrum hjálparsveitarbílum og svo aðstoðuðu undanfarar við þyrlusýningu. Ég gleymdi algerlega að láta ykkur vita að þið þyrftuð ekki að taka þátt.
En á dagskránni okkar er skíðaferð á morgun. Þar sem það er enginn snjór til að renna sér í, mun þessi dagskrárliður falla niður. Ferðin hans Ágústar féll líka niður, þið verðið að fara að komast inn á innra netið ég er allt of mikill tossi í því að bera skylaboð á milli. Þannig að næsti dagskrárliður er toppatúrinn, það verður spennandi að fylgjast með því hvert verður farið. Ég skal láta ykkur vita um leið og ég frétti eitthvað. Varðandi snjóflóðanámskeiðið þá er verið að vinna í því að fá leiðbeinanda.
Bless í bili !!

2 Comments:

At 3:41 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Er ég nokkuð orðinn of seinn til að panta eitt stykki af þessum snjóflóðýlum sem sveitin er að panta?

Ef svo er ekki gætur þú nokkuð komið því áleiðis að ég mundi vilja fá einn?

 
At 3:39 e.h., Blogger Maggý said...

Já ég var einmitt að tala við Góla um þetta. Hann ætlar að tala við Hödda varðandi það hvort þið fáið að kaupa íla. Þeir eru náttúrulega niðurgreiddir af sveitinni.

 

Skrifa ummæli

<< Home