Nylidar HSG

fimmtudagur, mars 01, 2007

Helgin, fundur, aðalfundur og árshátíð

Jæja það sem er næst á dagskrá er bílaflokksferð um helgina. Það átti að vera sveitaræfing sem bílaflokkur átti að sjá um en þeir eru búnir að breyta í bílaferð. Ef það eru einhverjir áhugasamir um að koma með þá er það velkomið.
Svo er sveitarfundur á þriðjudaginn, 6.mars. Við ætlum að hittast kl 19:30 og spjalla smá saman fyrir fundinn.
Laugardaginn 10.mars er svo aðalfundur. Á honum er kosin ný stjórn sveitarinnar sem situr í 1 ár. Það er oft mikill hasar og mjög skemtilegt. Þar er einnig farið yfir síðastliðið ár, inntaka nýrra félaga og veitingar í boði þeirra.
Árshátíðin er svo um kvöldið. Að þessu sinni verður öllum félögum og nýliðum boðið ókeypis á árshátíðina. Makar borga 3000. Stjórnin ákvað að vera vegleg í ár vegna þess að það gekk svo vel í flugeldasölunni.
Ég er með boðskortin ykkar niðri í vinnu hjá mér, Cintamanibúðin, Lagavegi 11 og svo kem ég auðvitað með þau á fundinn á þriðjudaginn.
Ferðaþoninu verður frestað fram yfir páska vegna þess að snjóflóðanámskeiðið verður haldið 30.mars-1.apríl og við viljum geta tekið þá þekkingu inn í ferðaþonið.
Þá held ég að þessari upptalningu sé lokið, skemtilegir tímar framundan.
Sjáumst á þriðjudaginn :-)

Skráning á árshátíðina fer fram hér fyrir neðan:

2 Comments:

At 2:31 e.h., Blogger Maggý said...

Ég og Góli mætum !

 
At 2:25 e.h., Blogger Unknown said...

Ég kemst ekki, verð í Ds. göngunni - Ég kemst ekki heldur á snjóflóðanámskeiðið af því að þá verð ég úti í Sviss

 

Skrifa ummæli

<< Home